laugardagur, maí 03, 2008

Sól og hugrekki

Það er sól og sumar í lübeck og þá er ansi erfitt að sitja inni og æfa ólur. Lübeck er alveg einstaklega falleg í sumarveðrinu, ég öfunda bara alla túristana sem sitja úti á veitingastöðum með bjór og pizzur Í HÁDEGISMAT. En maður er svo sem alveg að njóta þess á kvöldin að fara eitthvað út og tjilla.

Fer næstu helgi til Dresden að æfa með Ensemble Courage, veit ekkert hvernig þau eru en hef grun um að þau hafi öll spilað verkin áður, svo maður verður að reyna að undirbúa þetta vel.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel, hlakka til að hitta þig Lubeck næst eða Köben
kær kveðja tengdó sem er komin með uppskrift af núðlusúpunni með kjúkling, engifer og chile!( sem ég ætlaði að bjóða þér í á Asíu)

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

mmm, hlakka til :)