Eins og fram kom á þessu bloggi fyrir um 2 mánuðum síðan þá beið ég 17 tíma á fluvellinum í Ísrael. Núna beið ég 9 á Keflavík, fluginu seinkaði um 7 tíma. Það kom þó ekki að sök því okkur var líka boðið upp á dýrindis kvöldverð, kjötfass sem var hannað til að líta út eins og rifjasteik, síðan fengum við fullt af barbeque sósu til að telja bragðlaukunum trú um að rifjasteik væri í munni. Með þessu var borið fram grænmeti sem var litríkt og fallegt, það hafði svo framandi liti að við gátum ekki einu sinni giskað á hráefnið. Við hefðum átt að átta okkur á því þegar við smökkuðum það en því miður var búið að sjóða úr því alla næringu og allt bragð, en mikið var það fallegt. Dessert var þá borinn fram en það var hálfbakað vínarbrauð með sjálfsalakaffi, þegar maður á að giska á kaffitegund þá var ég ekki alveg viss úr hvaða íslensku lálauna verksmiðju það er framleitt, en verksmiðjubragðið leyndi sér ekki.
Nú svo vil ég þakka Iceland Express fyrir þá frábæru þjónustu sem ég hef fengið hjá þeim en seinustu 3 skipti sem ég hef flogið með þeim hefur verið seinkun, aldrei minni en 1 og hálfur tími. Það er kannski kominn tími á að update-a vélarnar?
Þá má kannski líka nefna að það var fólk í Berlín sem beið eftir okkar vél til að komast heim, móðir mín var þar á meðal en hún var fárveik með hita. Ég held að það væri ekki óeðlilegt að Iceland Express endurgreiddi öllum þessi 2 flug.
1 ummæli:
tad eru til svona "rifjasteikur" her i adalbakariinu i leipzig!
Skrifa ummæli