Þetta í Dresden var frekar afslappað og þægilegt. Laugardagskvöldið fór ég svo í miðbæ Dresden sem er æðislegur en þar var festival í gangi. Hljómsveitir á risasviði við hlið Frúarkirkjunnar og nammi og matarbásar út um allt. Ég gæddi mér á tapasréttum á spönskum veitingarstað nálægt frúarkirkjunni og settist svo niður á torgið að hlusta á nokkur bönd. Ég var bara svo þreyttur eftir lestarferðina um morguninn að ég fór heim á hótel mjög snemma og steinsofnaði. Það er nefninlega alveg hrikalega leiðinlegt að ferðast með bassa, ég þurfti að standa mest allan tímann við bassann því það var svo troðið og þótt ég hefði mögulega getað fundið sæti þá treysti ég ekki að fólk haldi jafnvægi sem stendur nálægt hljóðfærinu mínu, svo ég þarf að vera skjöldur fyrir það. :(
En veðrið hér í Þýskalandi er svo æðislegt að ég á erfitt með að gera eitthvað annað en að fara út í sólina og njóta lífsins. Við Guðný fórum í gær til Travemunde á ströndina og ég get svarið að þetta er ekkert verra en að liggja á ströndinni á Benidorm. Svo var þetta líka ódýrasta sólarlandaferð sem ég hef farið í, 4,80 evrur fyrir strætó fram og til baka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli