mánudagur, júní 18, 2007

Táraeyjan

Helga negldi prófið sitt með glæsibrag, hún spilaði ekki bara með ótrúlega tæknilegu öryggi heldur var mikil músík í öllu sem hún gerði frá byrjun til enda. En það er víst ekki allt búið enn, hún þarf að fara í annað próf eftir tæpan mánuð, ekkert smá mikil harka í Berlín.

Helga og Jói komu með okkur aftur til baka til Lübeck seinasta föstudag. Það var frábært að fá þau í heimsókn en hins vegar var leiðinlegt að þurfa að sýna þeim Lübeck í regni og gráu veðri. Lübeck er svo fallegur bær og í sól verður hún alveg einstaklega skemmtileg, en þau fengu smjörþefin af bænum. Þau fóru aftur í gær til Berlínar en lentu í því að lestin sem þau tóku þurfti að snúa við eftir hálftíma keyrslu vegna trés sem hafði fallið á lestarteinana, þetta minnir mig óneitanlega á Lukku Láka og þær aðfærðir sem banditarnir notuðu til að ræna lestar. Þau fóru sem sagt annan hálftíma til baka og tóku lest sem fór aðra leið....bögg!

Kanadískt tónskáld sem var að læra í Köben hafði svo samband við mig og spurði hvort ég gæti hýst hann því hann fer í inntökupróf hér fyrir sólistaklassann. Ég þekki hann ekkert, hef bara heilsað honum af kurteisis ástæðum þegar ég var í Köben. En það er aldrei slæmt að kynnast nýju fólki eða að stækka við netið sitt. Hann kemur sem sagt í dag og gistir hér eina til tvær nætur.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Takk æðislega fyrir okkur! Lübeck var yndisleg, þrátt fyrir regndropana. Hún er voða falleg og krúttleg, afar skemmtileg stemning og íbúðin ykkar ótrúlega kósý og frábær. Við vorum strax farin að velta því fyrir okkur í lestinni á leiðinni heim hvort við gætum ekki komist sem fyrst aftur til ykkar til að tjilla, drekka og spila póker! :-) Þetta var snilld!
Takk líka fyrir að koma bæði á rennslið og síðan ferðast til Berlínar bara til þess að hlusta á prófið mitt og styðja við bakið á mér. Þið eruð bestu vinir í heimi. Lov jú gæs...
Helgsa

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

Verði þér að góðu :) Okkar var ánægjan.