fimmtudagur, júní 21, 2007

Er eitthvað að frétta

Eiginlega ekki

hm, jú Árni Heimir kemur hingað næstu helgi. Hann er víst að heimsækja þá staði sem herr Leifs bjó á um æfina. Æji, þetta er óttarlegt krúttubæjarlíf hér, maður gerir eiginlega ekkert spennandi, bara hefur það gott. Jú nú man ég eftir einu, ég fór í Óperuna í gær á Brúðkaup Fígarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791). Hljómsveitin er ágæt en svo sem ekkert súperband. Söngvararnir voru líka mjög misjafnir en þannig er það nú alltaf. Leikhúsið sjálft er svakalega flott að utan en mér fannst það óttarlega óspennandi að innan, ég held það séu fyrstu vonbrigði mín með eitthvað í Lübeck, en ekki getur maður kvartað þótt leikhús bæjarins sé ekki skreytt gulli og gimsteinum og allir veggir útskornir eins Markúsarkirkjan í Feneyjum.

Á laugardaginn erum við Guðný boðin í afmæli til stelpu sem ég hef aldrei hitt né séð og ekki heldur Guðný. Hún heitir Claudia og er Mexíkönsk. Frænka hennar er í tungumálabekknum mínum og bauð nokkrum úr bekknum í afmælið. Kaupir maður afmælisgjöf??? Ég er ekki alveg viss hvað maður gerir þegar maður þekki hana ekki baun í bala. Ég hallaðst að því að koma bara með brennivínið, það vekur yfirleitt lukku, þar til fólk fær að smakka :D

Það fer að nálgast í heimferð, ég fer til Íslands 5. júlí og spila þar á nokkrum tónleikum með Guðrúnu Dalíu...nú svo á ég afmæli á föstudaginn eftir viku eða 29.júní og þá verð ég hundgamall, nefninlega 31 árs. Það þýðir að ég byrja að kalka, í orðsins fyrstu merkingu. Það er víst upp úr þrítugu sem maður byrjar að kalka nema maður hreyfi sig eitthvað smá á hverjum degi, þá tefur maður víst fyrir ferlinu. Þetta lærði Guðný um daginn í þroskasálfræði, það var víst hlegið þá. Svona er maður skemmtilegur, ég var ekki einu sinni á staðnum og samt er hlegið í tilefni þess að ég eigi bráðum afmæli. Ég er hrókur alls fagnaðar, eða allavega hrókur alls þroskasálfræði.

Engin ummæli: