mánudagur, maí 21, 2007

Bíó

Loksins eru að koma myndir sem mig langar að sjá í bíó, Shreck III og Pirates of the Caribbean III, en þá bý ég í Lübeck og í Lübeck er bara hægt að sjá myndir með þýsku tali...hef ekki mikinn áhuga á að sjá þessar myndir þannig. Ég meina Shreck með þýsku tali getur ekki verið skemmtilegt.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

neibb, maður á að sjá Shrek með upprunalegu tali, maður! Nema það er reyndar skylda að hlusta á íslensku talsetninguna amk. einu sinni, litlasystir syngur Mjallhvíti...

Nafnlaus sagði...

Ég sá nú reyndar einu sinni 12 Monkeys á þýsku. Mér fannst það alveg ofboðslega gaman (reyndar af alröngum ástæðum). Komst að þeirri niðurstöðu að Brad Pitt er ekki sexí á þýsku ;)

kv
Þóra Marteins

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

Það er bara svo mikið turn off þegar einhver talar fyrir annan. Bæði af því það passar ekki vel saman við hreyfingar munnsins og af því að það tekur leikinn frá leikaranum.

Nafnlaus sagði...

Ég fór á Forrest Gump á sínum tíma í Þýskalandi. Það var frekar skondið, ég held ég muni seint gleyma setningunni: "Lauf, Forrest, lauf"!!
Kv. Guðný Einarsd.