miðvikudagur, maí 16, 2007

jamm og jæja

Hjá mér gerist lítið þessa dagana annað en þýskuskóli og smá æfingar á bassann. Annars er ég að fara að taka upp 2 stykki fyrir verðandi plötuna mína á föstudaginn 25.maí svo ég verð eiginlega að fara að taka mig á í æfingum. Mér finnst geðveikt gaman í þýskuskólanum enda tek ég hröðum framförum og það er svo gaman að finna fyrir framförum.

Það er voða gaman af framburði allra í bekknum mínum, rússa konan segir alltaf "fjérstjé aber njígt fjerstjé", sem á að þýða að hún skilji orðin en ekki samhengið. Ég er sem betur fer aðeins meira advanced en hún :) Svo er kínakona sem hlær alltaf (eins og klippt úr kínverskri kvikmynd) þegar hún þarf að tala og getur engan veginn borið fram einföldustu hluti. Þetta er frábær skemmtun. :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekkert hressir upp á málabekk eins og einn eða fleiri kínverjar :O)