þriðjudagur, maí 22, 2007

Írak

Í tungumálabekknum mínum er ein Írösk kona og hún segir að í öllu landinu sé stríðsástand (ég hélt það væru bara ákveðnar borgir þar sem væri stöðugt ofbeldi) og þetta sé eingöngu út af setu herliðana. Allt yrði betra ef þessi herlið færu. Hún segir líka herinn frá Bandaríkjunum viljandi ýta undir ofbeldi og að fréttirnar segi engan veginn rétt frá því ástandi sem er þarna.

Engin ummæli: