








Já, það hafðist, ótrúlegt en satt. Við erum með alveg óteljandi mikið af húsgögnum og ýmislegt stórt sem þarf að bera, t.d. ísskápur, þvottavél, fataskápur, rúm. Í Berlín kom Óli og dóttir hans Anna Líf og aðstoðuðu okkur. Það var mikil hjálp í því, en í Lübeck vorum við á eigin vegum (Jónas pabbi Guðnýjar var með okkur allan tímann). Einhvern veginn tókst okkur að bera þetta allt út í bíl, keyra til Lübeck, bera allt upp í nýju íbúðina á einum degi. Við erum sem sagt að koma okkur fyrir núna. Viljum koma á framfæri þökkum til Jónasar sem var algjör lykilmaður í þessum flutningum.
Upprunanlega planið var að leigja bíl hjá ódýru Berlínarbílaleigunni Robben & Wientjes en þegar við ætluðum að sækja bílinn var okkur bannað að taka hann þar sem Jónas (skráður bílstjóri, sá eini sem hafði ökuréttindi á svo stóran bíl) var ekki búsettur í Berlín, þetta er eitthvert tryggingarmál hjá bílaleigunni. Þetta var á sunnudegi kl.5 daginn áður en flutningarnir áttu að hefjast. Á þessum sama tíma höfðum við engan leigusamning í höndunum og ekkert heyrt frá leigusalanum okkar í Lübeck, vorum búin að hringja margsinnis en ekkert svar. Þetta var ekki til að bæta ástandið eða svefninn um nóttina.
Klukkan sjö um morguninn sem við fluttum fóru Jónas og Guðný á Europcar til að reyna að fá risabíl samdægurs, kallinn byrjaði á að segjast ekki vera með neinn bíl en Guðný leyfði honum ekki að komast upp með það og nokkrum mínútum seinna keyrðu þau feðginin risastórum sendibíl úr hlaðinu...snillingar! Svo á meðan við pökkuðum dóti í bílinn hringdi leigusalinn og sagði okkur frá því að hann hefði týnt gsm símanum sínum og þar með öllum númerum, þess vegna náðum við aldrei í hann og hann ekki í okkur. En það leystist sem sagt líka og öllum var létt.
Eftir þessa flutninga (búum á fyrstu hæð, mjög hagstætt upp á flutningana) fórum við á hverfisbarinn sem er í götunni okkar, þetta er veitingastaður/bar í gömlu þýskum stíl, mjög sjarmerandi staður og þar fékk ég bestu piparsteik sem ég hef á ævi minni smakkað.
Eftir göngutúra um Lübeck er ég ekki frá því að þetta sé einn fallegasti og skemmtilegasti bær sem ég hef komið í. Mér fannst Leipzig æði en ég held hreinlega að mér finnist Lübeck skemmilegri. Hér er allt fullt af litlum búðum og mjög skapandi andrúmsloft (eins á Íslandi), mikið af design búðum, ekki merkjabúðum (sem er mikið af líka) heldur búðum þar sem eigendurnir eru hönnuðurnir. Grænmetismarkaður við torgið, litlar búðir sem sérhæfa sig í víni, fisk, ostum eða marsípaninu sem á að vera aðalmálið í Lübeck. Einhver sagði mér að það hafi verið fundið upp í Lübeck.
Guðný er búin að fara í skólann og er strax farin að kynnast fólki, hér er miklu vinalegra andrúmsloft en í Berlín. Í blokkinni okkar eru margir sem eru að læra í tónlistarskólanum, fyrir ofan okkur eru kínverkst par, strákurinn spilar á píanó og við erum með intenet aðgang í gegnum hans þráðlausa kerfi. Á móti okkur stelpa sem spilar á selló, sem sagt hér verður gaman að búa.
Upprunanlega planið var að leigja bíl hjá ódýru Berlínarbílaleigunni Robben & Wientjes en þegar við ætluðum að sækja bílinn var okkur bannað að taka hann þar sem Jónas (skráður bílstjóri, sá eini sem hafði ökuréttindi á svo stóran bíl) var ekki búsettur í Berlín, þetta er eitthvert tryggingarmál hjá bílaleigunni. Þetta var á sunnudegi kl.5 daginn áður en flutningarnir áttu að hefjast. Á þessum sama tíma höfðum við engan leigusamning í höndunum og ekkert heyrt frá leigusalanum okkar í Lübeck, vorum búin að hringja margsinnis en ekkert svar. Þetta var ekki til að bæta ástandið eða svefninn um nóttina.
Klukkan sjö um morguninn sem við fluttum fóru Jónas og Guðný á Europcar til að reyna að fá risabíl samdægurs, kallinn byrjaði á að segjast ekki vera með neinn bíl en Guðný leyfði honum ekki að komast upp með það og nokkrum mínútum seinna keyrðu þau feðginin risastórum sendibíl úr hlaðinu...snillingar! Svo á meðan við pökkuðum dóti í bílinn hringdi leigusalinn og sagði okkur frá því að hann hefði týnt gsm símanum sínum og þar með öllum númerum, þess vegna náðum við aldrei í hann og hann ekki í okkur. En það leystist sem sagt líka og öllum var létt.
Eftir þessa flutninga (búum á fyrstu hæð, mjög hagstætt upp á flutningana) fórum við á hverfisbarinn sem er í götunni okkar, þetta er veitingastaður/bar í gömlu þýskum stíl, mjög sjarmerandi staður og þar fékk ég bestu piparsteik sem ég hef á ævi minni smakkað.
Eftir göngutúra um Lübeck er ég ekki frá því að þetta sé einn fallegasti og skemmtilegasti bær sem ég hef komið í. Mér fannst Leipzig æði en ég held hreinlega að mér finnist Lübeck skemmilegri. Hér er allt fullt af litlum búðum og mjög skapandi andrúmsloft (eins á Íslandi), mikið af design búðum, ekki merkjabúðum (sem er mikið af líka) heldur búðum þar sem eigendurnir eru hönnuðurnir. Grænmetismarkaður við torgið, litlar búðir sem sérhæfa sig í víni, fisk, ostum eða marsípaninu sem á að vera aðalmálið í Lübeck. Einhver sagði mér að það hafi verið fundið upp í Lübeck.
Guðný er búin að fara í skólann og er strax farin að kynnast fólki, hér er miklu vinalegra andrúmsloft en í Berlín. Í blokkinni okkar eru margir sem eru að læra í tónlistarskólanum, fyrir ofan okkur eru kínverkst par, strákurinn spilar á píanó og við erum með intenet aðgang í gegnum hans þráðlausa kerfi. Á móti okkur stelpa sem spilar á selló, sem sagt hér verður gaman að búa.
2 ummæli:
Til hamingju meå aå vera kominn í nýu íbúåinna! Lítur vel út ..:O) Thetta veråur alltaf svo mikiå stress (og púl) eitthvaå, thessi blessudu flutningarmál, sem gerir thad líka svo gott thegar thau eru yfir stadinn ..
Frábært kallinn minn að allt gengur vel.Tökum við næsta bjór sessjon kannski í þessari sætu borg?
Ég hitt mömmu þína og Tryggva um helgina - þau voru í fermingu hjá mér og barast hresssssss.
Kristín frænka
Skrifa ummæli