Í Lübeck er mjög þýsk stemmning, allavega virðast nánast allir altalandi á þýsku í tónlistarskólanum og ég held að allir nýnemarnir fyrir utan Guðnýju og einn amerískan skiptinema séu þjóðverjar. Guðný er náttúrulega svakalega góð í þýskunni og mér sýnist á öllu að í skólanum hennar sé strax farinn að myndast vinahópar.
Já, það verður að segjast að þótt að Berlín sé kúl þá er allt auðveldara og vinalegra í Lübeck.
-Kaleidoskop-
Ég verð víst ekki með í Kaleidóskóp í maí þar sem ég er að fara í prufuspil í Leipzig, jább, 1.leiðari í Gewandhaus orchestra....að vísu fer ég fyrst í aulaprufuspil, þ.e.a.s. prufuspil um hvort ég megi taka þátt í alvöru prufuspilinu. Það er út af því að ég er ekki með hljómsveitarstöðu nú þegar og þetta er leiðarastaða í mjög góðri og þekktri sveit. Á heldur þar af leiðandi ekki mikla möguleika en skelli mér samt á þetta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli