fimmtudagur, apríl 05, 2007

Skráður og löglegur

Við Guðný fórum til að skrá okkur í hverfið og það gekk líka svona rosalega smurt. Að vísu gleymdi Guðný passanum sínum svo hún fer eftir helgi og gerir þetta en ég var alveg undir það búinn að vera settur inn í næstu fangaflutningaflugvél til Íslands eða Danmerkur. En nei! Gaurinn tók passann minn, stimplaði eitthvað í tölvu og gaf mér landvistarleyfi til 2015. Ég var svo ánægður með þessar hlýju móttökur að ég ákvað að ég skildi þá líka læra tungumál þessa ágætis manns almennilega og fór í tungumálaskólann og fékk tíma hjá ráðgjafa (eftir keppnina í Amsterdam) til að meta hvar ég sé staddur og hvernig tíma sé best að gefa mér.

Í Lübeck er mjög þýsk stemmning, allavega virðast nánast allir altalandi á þýsku í tónlistarskólanum og ég held að allir nýnemarnir fyrir utan Guðnýju og einn amerískan skiptinema séu þjóðverjar. Guðný er náttúrulega svakalega góð í þýskunni og mér sýnist á öllu að í skólanum hennar sé strax farinn að myndast vinahópar.

Já, það verður að segjast að þótt að Berlín sé kúl þá er allt auðveldara og vinalegra í Lübeck.


-Kaleidoskop-

Ég verð víst ekki með í Kaleidóskóp í maí þar sem ég er að fara í prufuspil í Leipzig, jább, 1.leiðari í Gewandhaus orchestra....að vísu fer ég fyrst í aulaprufuspil, þ.e.a.s. prufuspil um hvort ég megi taka þátt í alvöru prufuspilinu. Það er út af því að ég er ekki með hljómsveitarstöðu nú þegar og þetta er leiðarastaða í mjög góðri og þekktri sveit. Á heldur þar af leiðandi ekki mikla möguleika en skelli mér samt á þetta.

Engin ummæli: