Stjórnmálaflokkarnir á Íslandi eru að gera mig vitlausan. Það er enginn að reyna að finna lausnir, það er enginn að koma með nýjar hugmyndir nema formaður Framsóknar sem telur sig hafa hugmyndir þótt þær séu allar vita vonlausar og ganga út það eitt að veikja hugmyndir ríkisstjórnarinnar. Það eina sem vakir fyrir þessu fólki er að sitja í ríkisstjórn, hvort sem það er að halda sætinu eða að ná völdum. Valdagræðgi og peningagræðgi! Er nema von að ég sé hættur að kjósa, ég treysti engum. Ég vil alla flokkana burt og þessum fáu viðskiptajöfrum sem settu landið á hausinn á að henda í steininn sem fyrst. Það er verið að reyna að beita okkur sama gamla trikkinu að láta nógu og langan tíma líða til að við gleymum.
VIÐ MEGUM EKKI GLEYMA!
Kristján Kontri
á barmi heimsfrægðar
laugardagur, mars 20, 2010
mánudagur, nóvember 02, 2009
Að sitja hjá
Mér finnst það ömurleg regla á alþingi að alþingismenn geti sitið hjá í þeim kosningum sem þar fara fram. Það þýðir að alþingismaður getur einfaldlega sleppt því að lesa sig til um þau málefni sem þar fara fram og þ.a.l. ekki unnið vinnuna sína sem viðkomandi var kosinn til að gera.
McDonalds á Íslandi
Hverjum er ekki sama þótt einhverjar nokkrar lélegar hamborgarabúllur hverfi, ég myndi telja það jákvætt að fá almennilegt hráefni á þessa staði. Mér finnst líka keðjur af hinu slæma, þær skapa fákeppni og eru bara merki um græðgi eigenda keðjunnar.
þriðjudagur, september 15, 2009
Torstrasse 106
Við erum flutt á Torstrasse, ég skelli inn myndum hér þegar tiltektum lýkur. Förum bæði til Köben í vikunni og komum aftur á mánudagsmorgun, smá vinna í Köben.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)