laugardagur, mars 20, 2010

Sjálfið í fyrirrúmi

Stjórnmálaflokkarnir á Íslandi eru að gera mig vitlausan. Það er enginn að reyna að finna lausnir, það er enginn að koma með nýjar hugmyndir nema formaður Framsóknar sem telur sig hafa hugmyndir þótt þær séu allar vita vonlausar og ganga út það eitt að veikja hugmyndir ríkisstjórnarinnar. Það eina sem vakir fyrir þessu fólki er að sitja í ríkisstjórn, hvort sem það er að halda sætinu eða að ná völdum. Valdagræðgi og peningagræðgi! Er nema von að ég sé hættur að kjósa, ég treysti engum. Ég vil alla flokkana burt og þessum fáu viðskiptajöfrum sem settu landið á hausinn á að henda í steininn sem fyrst. Það er verið að reyna að beita okkur sama gamla trikkinu að láta nógu og langan tíma líða til að við gleymum.

VIÐ MEGUM EKKI GLEYMA!

Engin ummæli: