þriðjudagur, maí 05, 2009

Köben - Berlín

Þá er strákurinn kominn aftur til Berlínar með Önnu í farteskinu. Mikið af giggum í Köben svo ég er mikið þar og jafnvel spurning hvort ég eigi að gigga í Berlín af og til með Kaleido en búa í Köben og vinna aðalega þar. Allar hljómsveitirnar i Köben virðast vera í miklum bassaskorti. Engin ákvörðun tekin með það ennþá.

Annars verð ég hér í viku og fer svo til Köben að vinna.

Ég var sem sagt í Köben seinustu viku og spilaði með RSO en þar gerðist svoldið sérstakt og óhugnalegt. Strákur sem kom inn sem aukamaður eins og ég (bassaleikari á mínum aldri) var með hausverk á generalprufunni og kom aldrei á tónleikana, hann fannst síðan látinn á hótelherberginu sínu nóttina eftir. Líklegast var þetta heilablóðfall, en við vorum sem sagt á æfingu daginn eftir og eins og gefur að skilja var bassagrúppan mjög dauf þann daginn, hrikalegt.

Engin ummæli: