sunnudagur, maí 31, 2009

Ákvörðun tekin, Berlín er svarið.

Við Anna komumst á endanum að þeirri niðurstöðu að búa í Berlín en halda herberginu sem Anna er með í Köben og þannig getum við giggað á báðum stöðum. Lykilatriðið er að búa ódýrt.

Nú fer Íslandsför að nálgast, Ísafold á Við Djúpið og svo þjóðlagahátíð í júlí. Anna kemur 24.júní til Íslands og spilar með á þjóðlagahátíð. Það verður gaman að sýna henni landið.

Ég hef spilað núna 3svar með RSO í Danmörku í haust, Underholdingshljómsveitin hringdi líka í mig og bað mig að spila en ég gat ekki tekið djobbið vegna RSO og svo lét ég Tívolí hljómsveitina vita af mér og var strax settur á lista þar, svona er skorturinn mikill í Köben í augnablikinu. Ég á því von á að fá eitthvað að gera reglulega í Köben og vonandi verður brjálað að gera hjá Kaleidoskop líka. Þetta er allt að sigla í rétta átt.

Engin ummæli: