miðvikudagur, mars 04, 2009

Stórt dæmi

Skattaframtali skal skila 23.mars (bara svona til að minna þig á það)

Nú annað, verkefnið sem Kaleidoskop er að sinna núna er rosalega spennandi. Það er sem sagt safn sem eyðilagðist í seinni heimstyrjöldinni og er í austurhluta berlínar (á safnaeyjunni). DDR eyddu ekki peningum í uppbyggingu svo þetta safn hefur verið tóm bygging í 70 ár, en fyrir ca. 10 árum var ákveðið að gera húsið upp, fá arkítekt til að hanna viðbyggingu (eiginlega ofanábyggingu) og nú á að opna herlegheitin í mars með 10 sýningum. Þessar sýningar eru samstarf þriggja hópa, dans, vokal og Kaleidoskop. Hver sýning tekur við 1000 manns og það er víst uppselt á allar tíu sýningarnar. Mér skilst að fyrsta sýningin verði headlines í öllum stærstu blöðunum í Þýskalandi og jafnvel víðar, það má búast við að ég og Kanslarinn munum skemmta okkur saman í frumsýningapartýinu. Já! Þetta er frekar stórt dæmi, gamanaðessu!

Engin ummæli: