miðvikudagur, apríl 01, 2009

Alles ist gut

Nú er "dialogue 09" búið. Þetta hefur verið ævintýri líkast og ég held að við (og ég meina Kaleidoskop þegar ég segi við) getum búist við talsvert meiri tilboðum frá festivölum eftir þetta verkefni. Mér skilst allavega að næsta ár verði frekar mikið að gera hjá Kaleidoskop.

Fyrir utan spilerí þá hef ég þurft að vesenast í krankenversicherung (sjúkra og heilsutrygging) og rentenversicherungs (lífeyrissjóður) umsóknum sem núna er komið í hendur skrifstofudömu Kaleidoskops...ó já, hvílíkur munur. Ég er búinn að skrifa undir plagg sem gefur henni leyfi til að sjá um mín mál og héðan í frá þarf ég ekki að vesenast í þessari búrókrasíu sem ég skil ekkert í. Ég þarf samt að skila skattaskýrslu hér í Deutschland sem verður eitthvað skrautlegt. Er einmitt að reyna að koma íslensku skýrslunni frá mér núna.

Fyrir utan spilerí og búrókrasíu þá hef ég líka verið með hana Önnu í heimsókn af og til og verið sjálfur í heimsókn hjá henni í Köben. Fyrir þá sem ekki þekkja Önnu þá er hún finnsk, spilar á víólu og er kærastan mín.

Annars bara stutt gigg á laugardag (sem Elfa er líka að spila í, alger tilviljun) Mílanó í þessum mánuði með Kaleido og Giovanni Sollima. Væri ágætt að fá eitt gigg í viðbót í apríl...það kemur!

Ich und Island: 11.júní - 08.júlí

Engin ummæli: