föstudagur, febrúar 13, 2009

Wagner reddar mér

Ég fékk gigg sem ég þurfti svo innilega á að halda. Næsta vika með Radiohljómsveitinni í Köben. Prógrammið er Wagner stöff, ekki verra að fá að spila þannig prógram þegar maður spilar með svona stórri og góðri hljómsveit, fyrir utan að þau eru nýflutt í nýja konsertsalinn, hlakka til að sjá hann. Hlakka líka til að hitta kennaran minn, vini og sjálfa Kaupmannahöfn.

Fer í prufuspil mánudaginn 23.feb í Sönderborg...langar í raun ekkert í starfið en fannst eins og það væri sniðugt að reyna að fá djobbið svo ég hafi fjárhagslegt öryggi í einhvern tíma á meðan Kaleidoskop er að ná lengra. Djobbið er líka leiðarastaða svo það hefði verið gott fyrir pappírana. Nú sé ég samt fram á að vera ekki eins vel undirbúinn og ætlunin var, en við sjáum til, hver veit.

Berlín er staðurinn sem ég vil búa á svo þetta yrði aldrei neitt til framtíðar.

Engin ummæli: