mánudagur, febrúar 09, 2009

Aðdáandinn ógurlegi

Það hlaut að koma að því að ég eignaðist alvöru aðdáanda, þessi virðist bara vera með mig á heilanum og skrifar mér frekar ógnvekjandi e-mail um það hvað ég sé mikið æði og hvað hann sé að upplifa tónlistarkosmóið á allt annan hátt en áður. Ég hef víst einhver nordísk element í tóninum mínum sem veita honum hinn mesta unað allra unaðstilfinninga og hann telur að við höfum líklega verið bræður í fyrra lífi. ó! ekki má gleyma að segja að hann er sem sagt frá Braselíu og hefur aldrei heyrt mig spila live. Hann er mikill aðdáandi norðurlandana og Íslands og er sjálfur bassaleikari. Hann fann mig í gegnum heimasíðu Ísafoldar þegar hann leitaði að Íslenskri tónlist á netinu og hans æðsti og helsti draumur væri að flytja til evrópu og læra hjá mér.

Ég veit bara ekki hvernig maður á að bregðast við svona, hélt nú fyrst að það væri verið að fíflast í mér en mér sýnist þetta á öllu vera alvöru. Gaurinn er geðsjúkur og það er minn æðsti og helsti draumur að hann komi EKKI til ervópu til að læra hjá mér.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úpps!

Nafnlaus sagði...

úff... þetta hljómar lítið skemmtilega...

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

Aðdáandinn hefur róast aðeins, það er gaman að honum þótt þetta hafi hljómað mjög scary í byrjun.