þriðjudagur, október 07, 2008

Guð vors lands

Má ekki fara að búast við röðum út á götu fyrir utan matvöruverslanir þar sem eldri konur með slæður skipta á matarmiðum fyrir brauðhleif og mjólkurlíter? Karlarnir sitja heima í götóttum sokkum og láta brennivínsdropann hlýja sér eftir erfiðan dag í álverinu.

Elfa Rún fiðluleikari spilar ekki á tónleikum lengur heldur fyrir utan Bónus og fær einstaka sinnum 25 aura í fiðlukassann. Tónleikahúsið stendur óklárað í 20 ár.

Kammersveitin Ísafold kemur saman einu sinni í viku og spilar heima í stofu til að hita upp herbergið, þ.e.a.s. eftir vinnu í einu af nýju álverunum. Sumir voru heppnir að fá að vinna í sama álveri.

Íslenska verður ekki lengur til heldur verður pólska þjóðartungan en Pólverjar kaupa Ísland árið 2010.

Landsbankinn er banki allra landsmanna, að vísu er Glitnir það líka, bráðum Spron og Kaupþing fylgir með eftir nokkra mánuði.

--------------------------

En grínlaust þá er málið að fara að vinna úti í Þýskalandi eða Danmörku, alveg sama hvað, bara fá evrur eða danskar krónur og flytja þær til landsins...fjárfesta í íslensku krónunni.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahahahaaa

gleymdir að koma því inní söguna hvernig ég verð gjaldþrota og lendi á íslandi (!) fyrir framan bónus

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

Húsnæðislán, need I say more??

Nafnlaus sagði...

tek yfir lánið hér og fæ mér vinnu í berlínarfílharmoníunni og fæ 7000 evrur á mánuði!
hah...

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

hmmm...góð hugmynd, ég held að ég geri það bara líka.