mánudagur, september 08, 2008

Góða kvöldið herra, hvernig má ég aðstoðað yður ef ég má vera svo frakkur að spyrja?

Nú er strákurinn svo nálægt heimsfrægð að hann er búinn að sækja um vinnu hjá Fiskmarkaðnum sem barþjónn til að halda sér á jörðinni. Maður verður auðvitað að vera meðal alþýðunnar til að geta túlkað tónlist af slíkri snilld sem ég geri auðvitað alltaf.

Ég er mjög spenntur fyrir því að vinna þessa vinnu, þá fæ ég útrás fyrir að vera Jeeves :-) Vona bara að ég fái djobbið, passar svo vel inní dagana mína að vinna á kvöldin og sinna Ísafold á daginn. Fer sem sagt á morgun í prufu!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ vona að þú fáir þessa vinnu minn kæri, góða skemmtun ef svo er.
kveðja frá danaveldi.

S sagði...

Já, ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé okkur hollt að halda a.m.k. einhverju sambandi við óæðri stéttir.