Karlinn mætti á Kaleidoskop tónleika og var svona líka hrifinn að hann bauð mér að spila á tónleikunum...aftur. Kannski ég geti fengið tvöföld laun ;)
Annars voru þessir Kaleidoskop tónleikar æðislegir og vel heppnaðir, troðinn salur og góð stemmning.
Eftir þetta fór ég til Eckernförde á æfingu 5 tímar í lest norður frá Berlín. Mætti of seint sem ég vissi alltaf að ég myndi gera en þetta blessaða Eckernförde lið skilur bara eigin þægindi. Ég var ekki sá eini sem kom seint en þau vissu að við höfum öll aðra hluti að gera.
Þau fengu fólk til að koma á eina æfingu þennann eftirmiðdag en daginn eftir var keyrt aftur til Leipzig í upptökur. Þeim finnst ekkert athugavert við að slagverksleikarinn þurfti að keyra frá Freiburg, Eva frá Darmstadt, söngkonan frá Stuttgart, ég frá Berlín og hörpuleikarinn líka, fiðluleikari frá Hannover. Það hefði verið mikið þægilegra fyrir alla að hafa þessa æfingu í Leipzig sem er frekar miðsvæðis. En það er víst of erfið skipulagning!!! Ég skil ekki svona.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli