Gleðilegt nýtt ár!
Spurningin sem brennur á allra vörum, hvað fékkstu í jólagjöf verður ekki svarað hér, nema þá bara lauslega. Ég fékk allskyns dvd sem mig langaði í, þ.á.m. Næturvaktina sem lengir líf mitt um þó nokkra mánuði. Einnig heilsukodda og sængurföt sem gæti líka lengt líf mitt um nokkra mánuði og svo fékk ég fullt annað...ég er nefninlega alltaf pakkakóngurinn á mínu heimili.
Öðruvísi Vínartónleikar voru ekki keyptir í Hagkaup í ár, mér fannst bandið óvenju gott, bæði á æfingum og tónleikum. Það er eitthvað að gerast hjá Ísafold sem er að koma bandinu upp á næsta level ef það má orða það svo. Hluti af þessu hefur með soundið að gera en einnig að spilararnir eru orðnir mjög öruggir og ég verð eiginlega að gefa blásurunum sérstakt hrós, mér fannst þeir æðislegir. Það verður fróðlegt að heyra þetta spilað í útvarpinu.
Karlinn var svo heppinn að fá styrk, kvartkúlú fyrir hljómplötugerð, fínt! það verkefni hefur þá fengið nýtt líf, eigum við að ræða það eitthvað? Sæll!
Annars er það bara prufuspilið í Sönderborg sem er framundan, ég reyni að hugsa bara um eitt í einu...sem er að vísu stundum erfitt.
Spurt er: hver hlakkar til að byrja borga námslánin sín til baka?
1 ummæli:
Til hamingju með plötustyrkinn :D
kv
Þóra Marteins
Skrifa ummæli