fimmtudagur, janúar 10, 2008

Sinfóníuhljómsveit Hafnarfjarðar í Danmörku

Þá er búið að bjóða kallinum í prufuspilið í Sönderborg, greinilegt að upptakan svínvirkaði ;)

Annars veit ég ekki hve margir sóttu um eða hve mörgum var boðið en mér er létt þar sem ég tók frá allan mánuðinn til að geta undirbúið mig fyrir þetta. Það hefði verið súrt að sitja upp með atvinnulausan mánuð fyrir ekkert.

Þetta kallar á daglegar 5-6 tíma æfingar plús 2 tíma líkamsrækt. Þetta er eina leiðin til að vinna prufuspil.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju og gangi þér vel
kveðja Erla