föstudagur, janúar 11, 2008

Hamborg

Þar sem ég hafði gert svona fína upptöku fyrir Sönderborg ákvað ég að senda hana í hljómsveitirnar hér í kring í von um að fá lausamennskustörf hjá hljómsveitunum. Í dag hringdi Hamburg Symphoniker, þeir sögðu mér að upptakan hefði verið mjög fín en þeir vildu gjarnan heyra í mér live og spurðu hvort ég gæti komið þann 5.febrúar og spilað fyrir þá. Ég vissi svo sem ekki hvort að svona umsóknir myndu virka, því yfirleitt eru lausamennskustörfin í gegnum sambönd, semsagt, kom skemmtilega á óvart.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta og gangi þer vel.
Kveðja Erla

Nafnlaus sagði...

Toj toj :D

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

Takk fyrir