Jæja, lífið heldur víst áfram þótt maður fái ekki að spreyta sig á prufuspilinu sem var farið að verða svoldið mikill miðpunktur í lífi mínu því ég var orðinn viss um að ég ynni það, eða ætti að minnsta kosti 99% möguleika á því.
Nú tekur við gigg með nýrri músík, gigg sem ég nenni ekki því tónlistin er hörmung að æfa og óspilanleg, í sumum tilfellum getur maður sætt sig við það en ekki í þessu tilfelli. Ég sætti mig við það þegar nákvæmni er ekki aðalatriði að eitthvað sé óspilanlegt, þá verður maður bara að massa það, en í þessu tilfelli er allt mitt erfiða unisono með öðru hljóðfæri.
Ég fer í prufuspil í Hamburg til að komast á lista hjá þeim, kannski geta þeir eitthvað notað mig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli