Ég var að koma frá Kiel en ég spilaði þar á stóru festivali með Ensemble Reflexion K. Prufuspilið í Hamburg gékk ágætlega, allavega nógu og vel til að þeir vilja prófa mig, en ég er þá í þeim vanda að þurfa að ganga frá öllum pappírum, þ.e.a.s. hafa sjúkratryggingu, vera í stéttarfélagi, sækja um skattanúmer o.s.fr. Ég vil helst klára þetta sem fyrst þar sem ég fer á þriðjudaginn til Ísrael. Ég hef sem sagt mánudaginn til að koma ferlinu af stað.
Það hefur aldrei verið svona mikið að gera hjá mér, en 2 dögum eftir Ísrael ferðina spila ég á tónleikum í Eckerförde, nokkrir æfingadagar fyrir Slide Show Secret, spilum eitt gigg í Lübeck (til að æfa okkur) og förum svo til USA. Eftir USA gæti vel verið að ég fái eitthvað hjá Hamburger Symphoniker...hver veit.
Ísinn á norðurpólnum bráðnar víst hraðar en neikvæðustu spár hafa spáð fyrir um. Ég held að það hafi verið einhverntíma snemma á síðasta ári sem ég var að blogga um að það þyrfti engann vísindamann til að spá fyrir um þetta, maður sér þetta allt í veðurfarsbreytingunum sem hafa orðið seinustu ár og ég spáði einmitt því að eftir ca.4 ár verði allt orðið frekar steikt og erfitt að lifa á þessari jörð, og að spár vísindamanna væru alltof vægar.
3 ummæli:
Vá! Til hamingju með þetta.
En hérna hefurðu heyrt um manninn sem keypti sér hamborgara í Hamburg og borðaði hann í Essen?
Hahaha, ég sé að Gunnsteinn hefur reynst þér góður lærimeistari.
Hmm, er skattanúmer eitthvað sem maður á að hafa? Mikilvægt? Hmm hmm hmm...
Til hammó annars með velgengnina, gaman að heyra af því! Og góða skemmtun í Ísrael...
Skrifa ummæli