föstudagur, janúar 25, 2008

Svekkelsi dauðans

Núna er ég búinn að undirbúa mig eins og óður maður fyrir prufuspilið, partarnir steinliggja og konsertarnir á góðu róli, ég hef ekki tekið neitt að mér í janúar til að geta einbeitt mér að þessu. Hvað gerist þá? Prufuspilinu aflýst! Það var bara tveimur boðið og hin/n aflýsti sinni komu og þar með fannst þeim ekki taka því að halda prufuspil.

Ég er svo svekktur að orð fá ekki lýst. Er búinn að skrifa þeim bréf svo þau geti fengið samviskubit dauðans.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

oj en fúlt....

S sagði...

Svona vægast sagt ömurleg framkoma.