Lübeck er að fyllast af jólamarkaðsbásum en þeir fyrstu opna á mánudaginn eftir rúma viku. Það er líka komið stærsta parísarhjól sem ég hef séð. Jólastemmningin er að koma upp í manni og mann langar helst bara til að borða piparkökur og drekka jólaglögg alla daga. Ég hlakka til að sjá hvernig þessi markaður verður. Við Guðný tókum okkur líka til og reyndum að láta okkur detta í hug hvað við vildum óska okkur í jólagjafir og komumst að því að við eigum allt...listinn er sem sagt mjög stuttur, ennþá!
Upptökurnar í Berlín voru frábær reynsla og mjög skemmtilegar en auðvitað var þetta slatti af álagi. Ég spilaði á lánshljóðfæri sem var svona í djassaðri uppsetningu svo ég þurfti að beyta mér talsvert öðruvísi en ég er vanur til að fá góðan tón enda fékk ég ósjaldan komment frá upptökustjóranum um að spila með meiri tón og minni aukahljóðum eða "noise" eins og hann orðaði það. Ég fékk að heyra valda kafla eftir á til að meta bassasoundið og það kom mér að vísu á óvart, fannst þetta frekar kúl sound, svoldið gróft en passar vel inn í verkefnið sem er létt rokkað.
Bassinn minn er enn ekki kominn heim, en ég fór og heimsótti hann á spítalan um daginn og nú er hann kominn með nýjan háls sem er verið að fínpússa og lakka. Hann fer því alveg að koma heim. Spurning hvort hann þurfi að vera á verkjastillandi fyrstu dagana?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli