föstudagur, ágúst 10, 2007

Ísafold

Þar sem ég hef verið í Skálholti að spila og taka upp með kammersveitinni Ísafold hef ég ekki nennt að blogga undanfarið. Þetta hefur annars gengið stórvel, ég hlakka mikið til að sjá hvað kemur út úr þessum upptökum. Nú er ég líka loksins komin með kærustuna mína aftur, sem sagt allt á réttri leið. Guðný var nefninlega á námskeiði í Þýskalandi og ég hér á Íslandi að spila svo við vorum ekki búin að sjá hvort annað í rúman mánuð.

Á sunnudaginn eru svo tónleikar á Stykkishólmi og eftir helgi heldur áfram Ísafolda ævintýrið.

Tónleikar á miðvikudag og fimmtudag kl.20:30, óvenju léttir Ísafoldatónleikar með tónlist frá mismunandi tímabilum. Víkingur píanisti, Elfa Rún fiðlisti og Bragi Bergþórs söngisti verða sólistar með sveitinni. Ég hvet alla til að mæta. Vísa er styrktaraðili og kostar 2.500 kr. inn en ef maður borgar með Vísa kostar 1.500 kr.

Engin ummæli: