mánudagur, júlí 23, 2007

Taprekstur

Tónleikarnir á Akranesi voru hrikalega illa sóttir þrátt fyrir ágætis kynningu. Júlí er að vísu slappur mánuður fyrir tónleikahald. En þetta var taprekstur fyrir mína buddu. Hm! Vonandi gengur betur næst.

Núna er hins vegar Ísafold að byrja af krafti og á morgun eru allir að fara í myndatökur fyrir auglýsingar sem á að gera fyrir tónleikahald. Vísa á Íslandi er sem sagt að styrkja okkur með peningum og auglýsingum. Frábært framtak hjá þeim. Ég hef staðið í skipulagningu þeirra mála seinstu daga og fæ ekki betur séð en að þetta eigi eftir að ganga svakalega vel.

Þið getið næst séð og heyrt þá frábæru hljómsveit spila í Skálholti um verslunarmannahelgina.

Engin ummæli: