mánudagur, júní 11, 2007

Berlín

Það var ekkert smá skemmtilegt að koma til Berlínar fyrir utan ofnæmisköst á háu stigi. Við komum auðvitað við á öllum föstu liðunum, White Trash, QBA og Monsiour Vuong.

Helga spilaði í gegnum prógrammið sitt sem gékk rosalega vel og ekki spurning að hún á eftir að negla þetta á fimmtudaginn, við förum að sjálfsögðu að hlusta.

Svo hitti ég líka Bigga Braga sem var fyrsti bassakennarinn minn en bandið hans Bardukha spilaði á Kaffe Burger á föstudeginum og ég lánaði honum hljóðfærið mitt...það var svaka stuð að hitta hann.

Þetta var sem sagt í alla staði góð ferð og ég fékk einhverja inspírasjón til að æfa mig mikið sem er frábært því það er ákkúrat það sem mig vantaði.

Takk Dísa og Guðný fyrir að hýsa okkur.

Engin ummæli: