þriðjudagur, maí 29, 2007

Wurst Warst ???

Þessi leikur heitir eiginlega ekki Wurst warst en ég kalla hann það þar sem ég kann ekki nafnið. En svona gengur hann fyrir sig:

1.Allir sitja í hring
2.tveir hlutir eru notaðir (má nota hvað sem er svo lengi sem fólk getur haldið á því)
3.annar hluturinn er skírður wurst og látinn ganga hringinn

þegar hluturinn gengur hringinn segir sá fyrsti (no.1), "das ist ein wurst" no.2 spyr til baka "was ist das?" og þá svarar svarar no.1 "das ist ein wurst".

persóna no.2 réttir þá persónu 3.hlutinn og segir "das ist ein wurst", no.3 segir þá "was ist das?" og no.2 snýr sér að no.1 og segir "was ist das?", no.1 svarar og það gengur áfram og no.4 fær hlutinn og aftur gengur spurningin til baka til no.1 o.s.fr.

Síðan lætur no.1 þann sem situr hinum meginn við sig fá annann hlut sem heitir warst og lætur hann ganga á sama hátt í hina áttina....

framhaldið er spaugilegt.

vonandi skilur þetta einhver!!!! :)

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þarf maður ekki helst að vera orðinn svolítið drukkinn og þvoglumæltur til að leikurinn verði virkilega skemmtilegur?

Þóra Marteins

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

nei, maður þarf nefninlega ekki að hafa drukkið dropa. Þú fattar það þegar þú spilar hann sjálf.

Nafnlaus sagði...

er þetta sem sagt svona leikur til að fá hláturskast yfir hvað allir mismæla sig mikið?

Nafnlaus sagði...

Skal prófa við tækifæri :-)

Þóra Marteins

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

Elfa, já eiginlega, en þetta verður bara svo ruglað að einginn veit lengur í hvaða átt maður á að spurja og hvað maður á að gera við hlutinn sem maður fær.

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

einginn :S meinti enginn

Nafnlaus sagði...

Haha! Hef prufað þennan leik á íslensku, þá var notað pulsa og pylsa!
Guðný garg

Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

ætli það sé tilviljun?