Ég tók upp verkið hans Joshuas seinasta föstudag, ég hafði ætlað mér að taka upp Huga verk líka en því miður höfðum við bara hálfan dag og auðvitað fóru næstum 2 klukkutímar í að setja upp græjurnar og finna út úr tæknivandamálum. Eitt vandamálið var að það var ekkert rafmagn, ekki fyrr en herra Silfurhorn ýtti á ON takkann á fjöltenginu, já, sum vandamál eru ekki eins flókin og maður heldur. En það var nú ekki aðalvandamálið sem tafði tímann, það voru einhver græju og snúruvandamál sem ég skipti mér ekkert af.
Ég var nokkuð sáttur við upptökurnar en geri ráð fyrir að taka upp nokkra takta úr verkinu aftur næst, en það þarf kannski ekki, maður hefur svo lélega tilfinningu fyrir þessu þegar maður er ekki búinn að heyra upptökuna.
Í gær bauð ég tungumálabekknum í kvöldmat, íraska konan kom með íraskar smákökur sem heita "Kletsj" (ég veit ekki hvernig maður skrifar þetta en svona hljómaði nafnið) og minntu mig á hálfmánana sem amma bakaði alltaf á jólunum. Kínverska daman kom líka með jarðaberja/Kíwí köku og meira, mjög ljúfengt. Franska konan kom með famelíuna (eiginmann og barn sem er 20 mánaða gamalt) og barnið kunni mikið að meta athygglina og hafði svo mikla orku að á endanum fóru þau snemma heim áður en allt springi í loft upp. Þar sem fólk er frekar heft þegar það kann ekki tungumálið reiprennandi þá var barnið í miklu uppáhaldi hjá öllum. Við elduðum mexíkanska súpu og settum auka fínsaxað chilli í glas fyrir mexíkönsku stelpuna sem auðvitað hakkaði það í sig, að vísu voru allir æstir í meira chilli.
Við spiluðum síðan wurst/warst leikinn, hvað er það? Það er ekki nema von að þið spyrjið, lesendur góðir.
to be continued....
1 ummæli:
ég spyr. Hvernig er wurst/warst leikurinn?
Þóra Marteins
Skrifa ummæli