Það sem er að bresta á eru tónleikar með Evu í Klingenthal, Klingenthal er rétt við landamæri Tékklands. Við æfum á morgun í Lübeck og förum svo á sunnudaginn til Klingenthal. Á mán. eru tónleikarnir og þá held ég til Leipzig í prufuspil um að fá að fara í prufuspil fyrir sólóstöðu í Gawandhaus Orchester. Þetta er svakalega góð hljómsveit enda þýðir það að möguleiki á að vinna stöðu þar er minni, að vísu er Dittersdorfinn minn (sem þarf að spila í prufuspilinu) orðinn betri en nokkur tíma, ég virðist ýmislegt hafa lært þótt ég sé ekki lengur í tímum.
Ég verð kominn aftur til Lübeck á miðvikudagskvöldinu. Missi úr 3 daga af þýskunáminu :(
Annars er þetta þýskunámskeið mjög skemmtilegt og hópurinn er mjög fjölbreyttur, enginn kemur frá sama landi og fólk er mjög ólíkt, það ætti að gera kvikmynd þar sem hver og einn segir sögu sína, það yrði eflaust mjög áhugaverð mynd.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli