Klingenthal giggið gékk rosalega vel, nú þegar ég er aðeins farinn að babla á þýsku tók ég eftir því hvað þýskan í Sachsen er ótrúlega kjánaleg, þetta er eins og að vera ofursmámæltur og flámæltur. Ég skildi ekki orð. Klingenthal er heldur betur klikkaður bær, þarna eru ekkert nema harmonikkur, myndir af harmonikkum og styttur af harmonikkum. Þarna er að finna harmonikkuverksmiðju, harmonikkukeppni en ég held að bærinn lifi einvörðungu af þessu. Þetta er að vísu líka skíðastaður á veturna en nú í versnandi tíð er snjór á jörðu að hverfa og seinasta vetur var enginn snjór í Klingenthal, þá fóru 3 hótel á hausinn.
Eins og það gékk nú vel í Klingenthal þá átti ég hörmulegan dag í Leipzig prufuspilinu. Það var með eindæmum illa skipulagt. Mæting var kl.13 og ég var mættur vel fyrir það. Mér var hent inn í herbergi þar sem ég mátti hita mig upp í og fékk engar frekari upplýsingar. Milli klukkan 16 og 16.30 heyrði ég kallað í hátalarakerfinu "Kristjan Sígúrlæfsón, gerið yður tilbúinn við Mendelsohn salinn". Þegar þetta kom var ég búinn að hanga og hita upp, pirringur, þreyta og svengd hafði safnast upp. Mér var sagt af öðrum keppanda að þeir hafi haft annað prufuspil kl.13 sem sagt á undan okkar en ekkert látið okkur vita. Enginn af þeim sem komu að spila fengu að fara áfram í næsta. Rosalega fannst mér þetta lélegt af hljómsveitinni. Ég hafði líka talað við konu frá hljómsveitinni í síma viku áður og hún gaf mér engar upplýsingar, hló bara ef ég spurði og sagði mér að undirbúa mig eins og mér finndist eðlilegt. Ég var þá að spurja um hve marga kafla af konsertinum maður ætti að spila og hvort þeir vildu heyra orkester partana í þessu forprufuspili o.s.fr.
En nú heldur áfram þýskunámið, það er nú heldur betur góð fjárfesting.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli