þriðjudagur, mars 20, 2007

Öxlin

Svaf með hálskragan til að vera viss um að ég myndi ekki sofa asnalega og það virkaði nokkuð vel. Fór svo í nudd í morgun og nuddkonan komst að því að vandamálið væri öxlin sem mig verkjaði ekki í, svo hún hjakkaðist á þessu öllu saman og ég fann strax mun. Hún teygði mig líka til, togaði í handleggi (í allar áttir) og tók mig nánast úr hálslið. Gæðanudd alveg!

Ég er auðvitað aumur og verkjar ef ég hreyfi hausinn í ákveðnar áttir en þetta er ekkert á við í gær. Ætla að taka smá æfingatörn á bassann á eftir og sjá hvort það sé í lagi. Er nefninlega að fara til Evu að æfa á fimmtudaginn.

Engin ummæli: