Ég vil hvetja alla til að fara inn á www.framtidarlandid.is og undirrita sáttmálann. Sáttmálinn gengur í stuttu máli út á að hætta við áætlaðar stóriðjuframkvæmdir og leggja áherslu á hugvit, sköpun og fjölbreyttni í atvinnulífi. Með því að skrifa undir ertu ekki skuldbundinn til að gera eitt eða neitt, þú lánar góðum málstað nafnið þitt og því fleiri sem skrifa undir því meiri þrýstingur er lagður á herðar stjórnvalda til að hætta við þessi áform.
Núverandi virkjanaáform hljóða upp á u.þ.b. 25-30 nýjar virkjanir og einungis til að búa til orku fyrir álver. Vilt þú að Ísland reki lestina eða leiði aðrar þjóðir inní framtíðina. Þitt er valið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli