Eins og þið vitið er talað um hreina orku þegar verið er að virkja á Íslandi. Það er vegna þess að við erum að búa til orku án þess að nota til þess olíu sem mengar andrúmsloftið. Bandaríkjamenn fá nánast alla sína orku úr olíunni. Ef það er hægt að flytja hreina orku út (hvernig sem það er hægt) og þar með minnka orkuframleiðslu annarstaðar í heiminum sem byggist á olíubrennslu þá verð ég að segja að ég er með virkjunarframkvæmdum á Íslandi. Þetta á bara við ef virkjun hjálpar til við að hreinsa heiminn.
EN ÞAÐ ER EKKERT HREINT VIÐ AÐ BYGGJA ÁLVER OG AÐ MÍNU MATI RÉTTLÆTIR ÞAÐ EKKI VIRKJUN!
Það er hins vegar spurning með þessa stækkun í Straumsvík, hún er kannski ekki alslæm. Kynnið ykkur hana á www.alcan.is. Mér finnst að maður eigi alltaf að kynna sér báðar hliðar málsins.
Hér er 2 atriði fra heimasíðu Alcan:
Athafnasvæði álversins stækkar aðeins um 56% Ef kemur til stækkunar álversins í Straumsvík eykst framleiðslugeta þess um 150%. Hins vegar kemur athafnasvæði þess aðeins til með að aukast um 56%. Fyrirferð álversins eykst því ekki jafn mikið og margir kynnu að halda.
Einstakur árangur starfsmanna álversins við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda Frá árinu 1990 hefur losun gróðurhúsalofttegunda frá álverinu í Straumsvík minnkað um 70% á hvert framleitt tonn. Þessi árangur hefur vakið mikla athygli í "álheiminum" enda er losun þessara lofttegunda mun minni í Straumsvík en í flestum öðrum álverum.
1 ummæli:
Vil benda fólki á að í þessu bloggi segi ég aldrei að ég sé hlynntur stækkun álversins í Straumsvík.
Skrifa ummæli