laugardagur, mars 17, 2007

íbúðarmál


Íbúðarmálin eru að reddast eins og í ævintýri, við ættum að geta fengið íbúðina í Lubeck þann 1. eða 2. apríl og við losnum við okkar um mánaðarmótin líka.


Við skelltum okkur á Falstaff eftir Verdi í óperunni "Staats oper" í gær og þá er ég búinn að sjá sýningu í öllum þremur aðalóperuhúsunum í Berlín. Mér gekk svo sem ekkert vel að skilja allt þar sem textvélin sýnir bara þýsku, þótt ég næði aðalatriðunum þá misskildi ég líka einstaka atriði en Guðný gat útskýrt það fyrir mér.


Því miður er Berlínarfílharmónían ekki að spila neitt í Berlín þessa dagana en ég geri ráð fyrir að ég muni hvort eð er vera tíður gestur í Berlín til að koma á tónleika og spila á tónleikum.


Annars er ég að fara út í fótbolta núna, ÁFRAM Berlínarbirnirnir!!!

Engin ummæli: