Við fundum ótrúlega fína íbúð í Lübeck, staðsetningin er eins góð og hún getur orðið, Guðný verður u.þ.b. 3-5 mínútur að rölta í skólann. Stærðin á íbúðinni er líka mjög fín (eiginlega alveg eins og íbúðin okkar hér), 2 stór herbergi, lítið eldhús (með góðri innréttingu) og klósett með baði mmm.
Í dag fór svo Guðný í endajaxlatöku og ég er hálfslappur eftir öll ferðalögin og álagið seinustu daga, það er því tjill í dag.
Í dag fór ég með bogann minn í hárun hjá fiðlusmiðnum á Wiesenstrasse (já, það er fiðlusmiður í götunni okkar) og hann þakkaði fyrir tónleikana síðasta föstudag, hann var sem sagt á Kaleidoskop tónleikunum. Ég fann fyrir virðingu frá manninum og það er mín reynsla að það tekur alltaf langan tíma að fá virðingu frá fiðlusmiðum en þeir virðast oft líta á sig sem stóra kalla sem nenna bara að sinna stóru nöfnunum í bransanum. Það var frábær tilfinning að fiðlusmiður í Berlín skyldi taka á móti mér með svona attitúti :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli