þriðjudagur, mars 06, 2007

Þetta reddast

Kominn tími á blogg.

Búinn að spila seinasta giggið með Underholdings í Köben sem er eiginlega léttir þar sem ég var kominn með leið á þessu prógrammi. Prufuspilið í Jena var í dag en ég fór ekki þar sem mér fannst ég ekki nægilega undirbúinn, ætla hins vegar að halda áfram og reyna eftir viku í Sönderjylland hljómsveitinni.

Kaleidóskóp er að æfa þessa dagana (Haydn sellókonsert í C-dúr) sem er geðveikt, ótrúlega fersk og flott nálgun. Hlakka til þeirra tónleika.

Annars er bara gott að vera í Berlín og hafa hana Guðnýju hjá mér. Líklegast er að við förum til Lübeck bráðlega en Guðný komst inn þar. Nema ég vinni prufuspil í Sönderjylland, þá er ég á leiðinni þangað...æji, þetta er eintómt rugl, getur maður ekki bara unnið á einum stað og lært á sama stað...óttarlegt vesen eitthvað, en eins og sannur íslendingur segi ég "þetta reddast!"

Engin ummæli: