Lidl er supermarket keðja í þýskalandi, það góða við Lidl er úrvalið og verðið. Hún sameinar sem sagt úrvalið sem dýrari búðirnar hafa og verðið sem ódýrustu búðirnar hafa. Þetta er nú ekki spennandi lesefni en sem sagt, ein slík var opnuð nokkrum metrum frá íbúðinni okkar, opnunardagur var á mánudaginn. Þá voru eins og gefur að skilja opnunartilboð.
Munið þið eftir Sval og Val þegar þeir voru í Kólumbíu og þar var fyrirtæki sem seldi sápur, tannkrem og aðrar hreinlætisvörur sem sendi bíla út í bæ, bílarnir gáfu frá sér hljóð sem gerði alla vitlausa í þessar vörur. Fólk ruddist inn í verslanir til að ná í sápur og tannkrem frá þessum framleiðanda (eins og á rokktónleikum) og eftir á vissi fólk ekki alveg afhverju það gerði þetta. Allir voru bláfátækir þar sem allir peningar fóru i þessar vörur, sumir borðuðu sápustykki með tannkremi á í kvöldmat.
Allir (tyrkir sérstaklega) sem komu út úr Lidl seinasta mánudag voru með u.þ.b. 40 rúllur af klósettpappír undir höndinni. Allt hverfið var fullt af tyrkjum að koma frá Lidl, hver einn og einasti með svakalegt magn af klósettpappír. Þetta var súrealísk sjón!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli