sunnudagur, febrúar 25, 2007

Berlin

Eckernförde giggin gengu mjög vel. Þetta er mjög skemmtilegt festival en það kemur ágætis fjöldi af fólki á það sem er ekki tónlistarfólk heldur bara heimamenn sem hafa kynnst nýrri músík með að sækja festivalið ár eftir ár.

Við spiluðum vel heppnaða tónleika í dúóinu kl.18 og svo aðra tónleika kl.20 með quintet verkum en þar spilaði ég í einu quintet verki og eitt sólóstykki (eftir Karólínu). Þetta var sko erfitt kvöld en vel heppnað. Offener Kanal Kiel tók tónleikana upp sem gerði það að verkum að manni leið eins og stjörnu, 4 myndavélar og mikil sterk ljós. Steini Rohloff kom og hélt fyrirlestur um íslenska tónlist en íslensk tónlist var áberandi á festivalinu, þökk sé The Slide Show Secret. :-)

Nú er ég sem sagt kominn atur til Berlínar, búinn að hitta Guðnýju í 3 klst. en hún er farin til Lübeck í inntökupróf, kemur sem betur fer aftur á morgun.

Eftir hard core æfingar, mikið spil og ferðalög er ég úrvinda af þreytu og ætla að gera sem minnst í kvöld.

Engin ummæli: