Í dag fór ég í tónó partý. Ari bauð vinum heim og þetta var svona eins og að fara 8 ár aftur í tíma. Ari bakaði vínarbrauð og týndi kaffibaunir úr garðinum, brenndi þær og malaði....eða allavega næstum því.
Ég er að fara í 2 prufuspil á næstunni. Annað er í Sönderjyllands Symfoni (Danmörku) og hitt er í Jena (Þýskalandi). Bæði eru þau í fyrri hluta mars, og í því tilefni ætla ég að spila nokkra hljómsveitaparta fyrir Hávarð á föstudaginn...ágætt að setja smá pressu á þetta.
Stjórnarndi Kaleidóskóp var að fá stöðu aðstoðarstjórnanda Boston Sinfóníunnar en aðalstjórnandinn er enginn annar en James Levine. Það kalla ég ansi flott.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli