miðvikudagur, febrúar 07, 2007

The Hades Factor


Sá myndina The Hades Factor í gærkvöld og hún var alveg ágæt. En það sem mér fannst fyndið var hvað það var augljóslega verið að stæla eina mynd og þætti. Annars vegar 24, þar sem aðalhetjan er klæddur eins og Jack Bauer og lítur eins út. Símhringingarnar á CTU og á þessari CIA agency voru í sama stíl, það eru tímasprengjur í þessari mynd sem pípa eins og secúndurnar í 24, og hins vegar Bourne supremacy, gerist í Berlín og Washington DC, forsetinn og þessi CIA stofnun hefur margt að fela og aðalhetjan veit ekki alveg hverjum á að treysta. Í Bourne Supremacy deyr kærastan hans...segi ekki hvort það gerist hér.
Myndin er í lengri kantinum eða rúmur 2 og hálfur tími og það er mjög 24-legt að teygja lopann svoldið, koma með nýja flettur reglulega.
En eins og þeir segja hjá IMDB.COM þá er þetta ágætis mynd ef maður gerir sér engar stórar vonir.

Engin ummæli: