sunnudagur, febrúar 11, 2007

Silfur Egils

Sá þáttinn Silfur Egils í dag, þar var rætt við ýmsa pólitíkusa. Ég skil nú bara ekki hugsunarháttinn í Framsóknamönnum. Bjarna nokkrum framsóknamanni tókst að færa rök fyrir því að við værum að hjálpa til við að hreinsa andrúmsloftið með því að taka að okkur öll álverin. Hvað er svona frábært við að gera Ísland að ruslahaugi jarðarinnar?

Ég held að Vinstri Grænir hljóti að verða sigurvegarar næstu kosninga, ég vona það allavega því það þarf eitthvað róttækt að gerast í pólitíkinni hér ef við viljum ekki stefna okkur í glötun.

Það er eitt sem peningamennirnir vilja stundum gleyma, það er að náttúran sem við erum að skemma (jarðvegur undir vatn) er ekki aðalvandinn, það er loftið sem við erum að eitra sem er stóra vandamálið. Að setja jörð undir vatn til að búa til orku getur verið afsakanlegt, en ekki ef orkan er notuð í rugl.

Þegar jökullinn (eða hluti af honum) á Grænlandi bráðnar í Atlantshafið hægist á golfstrauminum og á endanum stöðvast hann, það þýðir að hlýnun andrúmsloftsins táknar kulda á Íslandi.

Svo er talað um náttúruæði eða tísku, þetta er nú bara neyðarástand og hefur ekkert með tísku að gera. Við viljum lifa.

Engin ummæli: