þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Eckernförde

Þá er ég mættur til Eckernförde. Giggið í Köben gékk mjög vel. Ég held ég hafi aldrei spilað þessa tónleika betur þrátt fyrir að hafa ekki spilað þetta prógram í 2-3 mánuði.

Eckernförde er ótrúlega fallegur bær, örugglega fallegasti þýski bær sem ég hef komið til. Hann er ekki alveg eins lítill og ég hélt en samt lítill. Svo líður manni alltaf eins og maður sé inni í einhverju H.C. Andersen ævintýri því öll húsin eru falleg gömul "piparkökuhús".

Ég verð samt rosalega feginn þegar þetta gigg er búið, að vísu tekur þá bara næsta við en samt, þetta er svoldið erfitt gigg. Við erum með eitt heilt tónleikaprógram í dúóinu og svo er ég með sólóverk og spila í quintet stykki á öðrum tónleikum, allt á sama degi. :S

Það styttist óðum í að ég fæ að hitta hana Guðnýju mína aftur, en henni leið vel með inntökuprófið í Freiburg svo við krossum fingur og vonum það besta. Ég væri sko alveg til í að búa þar þótt ég elski auðvitað Berlín(ar fílharmóníunna) og hafi það alltaf gott í Köben. Ég er bara mjög heillaður af litlum stöðum líka.

Bassaleikari úr hljómsveitinni í Köben (Radioens Underholdings Orkester) ætlar að láta Malmö sinfóníuna hafa númerið mitt? veit ekki hvað kemur úr því.

"Að sigra heiminn er eins og að spila á spil....."

Engin ummæli: