föstudagur, febrúar 16, 2007

Alveg að fara til útlanda og meira en nóg að gera.

Nú er ég alveg að fara, á sunnudaginn sem sagt. Nóg að gera. Beint til Köben að spila eitt gigg, þaðan til Eckernförde að spila dúó gigg, þaðan til Berlínar í 1-2 daga, aftur til Köben í nokkra daga að spila. Þá til Berlínar, æfingar með Kaleidoskop en skrepp til Jena í prufuspil, tónleikar með Kaleidoskop 9.mars og svo 12.mars til Sönderjylland í prufuspil. 21.mars þarf ég að fara til Köln að æfa ný verk og gigga þar tvö gigg með dúóinu.

Fyrir utan þetta er ég skipuleggja sumartónleika, plötuútgáfu, Bandaríkjaferð og margt margt fleira.

Er furða að maður andvarpi inn á milli?

Engin ummæli: