Jæja, þá eru tónleikarnir í Düsseldorf yfirstaðnir og ég kominn aftur til Berlínar. Tekur nú við æfingar fyrir EM prufuspilið sem ég tel engar líkur á að vinna en það er nú ágætt að láta sjá sig samt sem áður.
Fólkið í Düsseldorf var hæstánægt eftir tónleikana, við Eva útsettum 4 íslensk þjóðlög og spiluðum milli verkanna 5. Meira segja tónskáldunum í salnum fannst þær útsetningar flottar og hefðu viljað heyra meira af þjóðlögum. Ég gaf eina eiginhandaráritun og það fyndna er, að mér fannst ekkert eðlilegra, fattaði það bara eftir á að ég hefði verið beðinn um eiginhandaráritun, hehe. Er maður fæddur í stjörnulífið? Annars var þetta lítill salur sem þurfti ekki nema 30-50 manns til að vera fullur svo þetta voru nú engir stjörnutónleikar þannig séð. En þegar allir viðstaddir voru eins ánægðir og raun bar vitni þá getur maður ekki verið annað en ánægður með árangurinn.
Salurinn var með bestu akústík sem ég hef spilað í. http://www.kultur-bahnhof-eller.de/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli