föstudagur, október 20, 2006

Hvalaveiði

Að veiða og éta hval er álíka kúl og að drekka lýsi, borða hákarl eða hella í sig brennivíni. Allt er þetta mjög íslenskt og hjálpar Íslendingum að hafa ákveðna ímynd, víkingaímyndin. Þótt að það sé til fólk sem er á móti hvalveiðum get ég ekki séð að það skaði ímynd okkar...bæti frekar við hana.

Það er síðan spurning hvort hvalurinn sé í útrýmingahættu og þá finnst mér alveg út í hött að veiða þá. Það er búið að raska náttúrunni nóg. En ef útrýmingahættan er ekki til staðar, þá sé ég ekkert að því að veiða hvali.

Þú hefur kannski einhverja mjög ákveðna skoðun á þessu máli?

Engin ummæli: